Vöruafgreiðsla

Afhending vöru
Pantanir eru afgreiddar næsta virka dag. Ef pöntun á sér stað um helgi eða á öðrum frídögum þá verður hún afgreidd næsta virka dag. Heilsuval afhendir vörur fyrir Vínhúsið alla virka daga frá klukkan 13.00-18.00 og á laugardögum frá klukkan 13.00-16.00(Föstudags pantanir sem pantaðar eru FYRIR klukkan 11:00 eru afgreiddar á laugardaginn frá klukkan 13-16, föstudagspantanir EFTIR klukkan 11:00 eru afgreiddar næsta virka dag þ.e.a.s næsta mánudag). Viðskiptavinir sem velja í greiðsluferli að fá vörur sínar sendar til sín velja annað hvort Dropp ehf, kt. 580619-1260 eða Íslandspóst, kt. 701296-6139. Starfsmaður Vörulagersins gæti einnig tekið að sér að keyra pantanir til viðskiptavinar. Sé varan ekki til á lager verður haft samband og tilkynnt um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Af pöntunum dreift af Dropp eða Íslandspósti ehf gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Dropp ehf og Íslandspósts ehf um afhendingu vörunnar. Vörulagerinn ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef að vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Vörulagernum til viðskiptavinar er tjónið á ábyrgð kaupanda.

Verð á vöru og sendingakostnaður
Öll verð í vefverslun Vínhúsins eru með inniföldum 11% vsk. Sendingarkostnaður er samkvæmt verðskrá Dropp ehf og Íslandspósts ehf að viðbættu pökkunargjaldi sem bætist aukalega við endanlegt verð í greiðsluferlinu. Það er ekki hægt að panta og fá sendar vörur til útlanda.

Að skipta og skila vöru
Skilaréttur rennur út 14 dögum frá vörukaupum. Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað. Ef kaupandi vill ekki skipta vörunni fyrir aðra vöru verður gefin út inneignarnóta eftir að varan er móttekin. Inneignarnótan er í formi kóða sem er notaður á vinhusid.is þegar verslað er og gildir í eitt ár frá útgáfudegi. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.

Gölluð vara
Sé vara gölluð er viðskiptavini boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað sem um ræðir, eða endurgreiðum sé eftir því leitað. Upphæð bóta vegna galla verður aldrei hærri en verðmæti upprunanlegu vörunnar. Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000, laga um neytendakaup og laga um lausafjárkaup. Sé vara afgreidd vitlaust sendir Vinhúsið rétta vöru við fyrsta tækifæri og greiðir allan sendingarkostnað sem af því hlýst.